Nýburar 5-10 daga
Innifalið: 12 myndir (stafrænt-full gæði)
- 3 hr3 hours
- 29.900 íslenskar krónur29.900 ISK
- Steinagerði
Upplýsingar
Hvað er nýburamyndataka: Nýburamyndataka er þegar barnið er á milli 5-10 daga gamalt. Strax eftir 10 daga eykst styrkurinn hjá börnunum og það getur því verið erftitt að koma þeim í þær krúttlegu stellingar sem gaman er að ná. Öryggi: Öryggið í fyrirrúmi, í nýburamyndatöku bjóðum við upp á þá frábæru þjónustu að við erum tvö, Orri sér um að mynda og Ragnhildur sér um að stilla krúttunum upp. Ragnhildur er sjúkraliði og hefur unnið með börnum í mörg ár, börn eru misjöfn og því höldum við okkur innan þægindaramma barnsins hvað varðar stellingar. Hvað á að taka með í nýburamyndatöku: Myndatakan er löng, tekur allt upp í 4 tíma. Á staðnum er vatn og kaffi en það er velkomið að taka með sér smá snarl ef fólk vill. Systkini eru velkomin með, þá óskum við eftir að þau séu annað hvort fyrsta eða síðasta hálftíman. Við bjóðum upp á alskonar krúttlega leikmuni (propps) sem hægt er að nota að vild. Föt, bangi og aðrir persónulegir munir að heiman eru velkomnir með. Það verður heitt í ljósmyndastofunni og því getur verið flott fyrir foreldra að mæta í léttum fötum. Mælum með að barnið komi ekki í of þröngum fötum (svo ekki myndist línur í húðina). Endilega látið okkur vita ef þið eruð með hugmyndir um hvernig myndir/uppstillingar þið eruð með í huga, ef þið hafið enga skoðun á því er það lítið mál og við sjáum um að finna flottar stellingar fyrir krúttið :)



















